Skilmálar

 

- SKILMÁLAR -

Upplýsingar
Sæluvík ehf.  - STILKUR
S: 696-6566
Vsk númer: 131451

Netfang: mariamartasig@gmail.com
Instagram: https://www.instagram.com/stilkurinn
Facebook: 
https://www.facebook.com/Stilkur-þurrkuð-blóm-og-skreytingar-100447415521080

Pöntun og afhendingartími
Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Samkvæmt þeim ber Sæluvík ehf ekki ábyrgð á tjóni á vörunni í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Sæluvík ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim upp að dyrum til kaupanda, á næsta pósthús ef heimkeyrsla er ekki í boði í viðkomandi bæjarfélagi eða póstbox. Íslandspóstur sendir kaupanda sms áður en sendingin er keyrð út. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu.

Verð
Sæluvík ehf áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ekki er hægt að skila eða skipta vöru án kvittunar. Hægt er að skipta í aðra vöru, fá inneignarnótu eða fá vöruna endurgreidda með sama máta og greitt var fyrir hana. Athugið að ef greitt var fyrir vöruna með kreditkorti þá er eingöngu endurgreitt á sama kort. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur og kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Möntru.

Greiðslur og sendingarkostnaður
Hægt er að greiða með kredit- og debetkortum.
Þegar greitt er með kredit-, debetkortum í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar, er korthafi fluttur á viðeigandi vef þegar kemur að greiðslu. Greiðslur með kredit- og debetkortum eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Borgun er þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Sæluvík efh (Stilkur) tekur því hvorki við né geymir kortaupplýsingar.

Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Vefverslun okkar er beintengd við póststoð Íslandspósts og reiknast því sendingarkostnaður miðað við verðskrá þeirra. 
Við sendum um allt land.

Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess krafist. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á Maria@stilkur.is með upplýsingum um galla vörunnar. Tilkynningarfrestur kaupanda vegna galla í vöru er tvö ár eða eftir atvikum fimm ár ef hluti er ætlaður verulega lengri endingatími en almennt gerist sbr. 2. mgr. 27. gr. laga um neytendakaup. Að öðru leyti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Fyrirvari
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Dugir það ekki verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.